6.1 C
Selfoss

Teiknað í torfbænum í Austur-Meðalholtum

Vinsælast

Myndlistanámskeið fyrir börn á aldrinum 8 til 12 ára verður haldið í íslenska bænum í Austur-Meðalholtum í Flóahreppi vikurnar 16.–20. júlí og 23.–27. Júlí. Kennsla fer fram frá kl. 10 til kl. 17.

Í gegnum virka þátttöku og frelsi til eigin uppgötvana verða notaðar aðferðir og eiginleikar myndlistar til að skoða náttúruna, öflin sem í henni búa, torfbæinn og menningu fyrri tíma. Á námskeiðinu nálgast börnin viðfangsefnin út frá sjónarhorni myndlistar. Þeim verður gefið rými fyrir tilraunamennsku, samræðu, leik og heimspekilegar vangaveltur. Markmið námskeiðisins er að nemandinn kynnist ólíkum aðferðum við listsköpun, öðlist aukið öryggi og færni í teiknilist og lifandi áhuga á nærumhverfi sínu og menningu.

Aðsetur íslenska bæjarins er að Austur-Meðalholtum í Flóahreppi, 60 km frá miðbæ Reykjavíkur, 7 km fyrir sunnan Selfoss. Kennari er Kari Ósk Grétudóttir Ege. Hún er menntaður myndlistamaður og myndlistakennari.

Námskeiðið er styrkt af SASS Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga. Frekari upplysingar fást hjá Kari í síma 0047- 99855034, irakosk@gmail.com. Sjá einnig islenskibaerinn.is.

Nýjar fréttir