Minningarstund um Viggu förukonu í Skeiðflatakirkju

Síðastliðið haust fór af stað söfnun fyrir legsteini á leiði förukonunnar Vigdísar Ingvadóttur. Fljótt kom í ljós að Vigga átti stóran sess í hugum margra Mýrdælinga og Eyfellinga sem vildu minnast gömlu förukonunnar. Söfnunin gekk því mjög vel. Öllum þeim sem hafa stutt söfnunina með einum eða öðrum hætti eru færðar kærar þakkir.

Nú er steinninn kominn á sinn stað á leiði Viggu gömlu í Skeiðflatarkirkjugarði í Mýrdal, og verður minningarstund um Viggu í tilefni af því laugardaginn 16. júní nk. kl 14:00 í Skeiðflatarkirkju. Allir eru hjartanlega velkomnir.