1.7 C
Selfoss

Sýning á ljósmyndum Sigurbjörns Bjarnasonar

Vinsælast

Þann 29. maí sl. opnði á Bókasafninu í Hveragerði sýning Sigurbjörns Bjarnasonar á ljósmyndum sem hann hefur tekið af þeim húsum sem rifin voru eftir jarðskjálftana 29. maí 2008 í Hveragerði. Þarna er um að ræða eldri myndir af umræddum húsum teknar á ýmsum tímum, myndir sem teknar voru á meðan verið var að rífa húsin og loks alveg nýjar myndir teknar á svipuðum stað og elstu myndirnar og sýna svæðið eins og það lítur út núna í maí, með eða án húsa. Einnig eru á sýningunni fleiri myndir tengdar þessum húsum og jarðskjálftanum rúllandi á skjá. Sigurbjörn hefur afhent bókasafninu ljósmyndirnar til eignar.

Starfsfólki Bókasafnsins langar til að þetta verði lifandi sýning. Hún er sett upp með lágmarks texta, en svo er vonast til að þeir sem koma og skoða geti bætt við upplýsingum og jafnvel sögum sem tengjast þessum húsum og þannig mun sýningin vinda upp á sig.

Sýningin stendur til 27. júní og er opin um leið og safnið, mánudaga kl. 11–18:30, þriðjudaga – föstudaga kl. 13–18:30 og laugardaga kl. 11–14.

Nýjar fréttir