3.9 C
Selfoss
Home Fréttir Bókasafnið á Selfossi opið um helgar í sumar

Bókasafnið á Selfossi opið um helgar í sumar

0
Bókasafnið á Selfossi opið um helgar í sumar

Bókasafni Árborgar hefur síðan í haust tekið aftur við Upplýsingum ferðamála fyrir Árborg og Flóann. Upplýsingaþjónustan er inni í safninu og opin á sama tíma og safnið. Í sumar ætla sveitarfélögin að gera tilraun með að hafa lengri opnunartíma um helgar. Frá og með síðustu helgi verður opið kl. 9–16 á laugardögum og kl. 9–15 á sunnudögum.

Starfsfólk vonast til að það verði ekki eingöngu ferðamenn og aðrar ofurhetjur sem nýti sér lengri opnun heldur og íbúarnir sem nú geta komið um helgar og fundið sér bækur og kíkt í blöðin í rólegheitum á bókasafninu.

Nú er ofurhetju-sumarlesturinn að fara af stað í nýju miðbæjarskipulagi og hlakkar starfsfólk bókasafnsins til að sjá káta krakka sem koma til að lesa og leika.