8.9 C
Selfoss

Líflegt starf hjá Lionsklúbbnum Geysi í Biskupstungum

Vinsælast

Þann 14. maí sl. var haldinn stjórnarskiptafundur hjá Lionsklúbbnum Geysi. Fundurinn var haldinn á veitingastaðnum Skjóli sem einn klúbbfélaginn, Jón Örvar á og rekur með myndarbrag. Í skýrslu stjórnar kom fram að starfið hefur verið mjög líflegt í vetur. Haldnir voru fjölmargir almennir félagsfundir, þar sem við fengum góða gesti í heimsókn, auk þess sem við heimsóttum fyrirtæki og stofnanir á svæðinu. Klúbburinn er drifinn áfram af öflugum félögum sem sinna félagsstarfinu og verkefnum af miklum krafti. Allt þetta skilar klúbbnum töluverðum tekjum, sem aftur gefur okkur tækifæri til að styðja við ýmiss líknar og samfélagsmál.

Á fundinum setti myndasmiður klúbbsins, Guðmundur Ingólfsson, upp skemmtilega myndasýningu af klúbbfélögum í starfi og leik síðustu misserin.

Við þetta tækifæri afhenti klúbburinn styrki til Björgunarfélagsins Eyvindar í Hrunamannahreppi vegna öflugs skyndihjálparstarfs á svæðinu, Félagsheimilið Aratunga fékk hjartastuðtæki og Björgunarsveit Biskupstungna fékk styrk í minningu Ragnars Lýðssonar. Á jólafundinum hafði klúbburinn veitt styrki til nokkurra samfélagsverkefna.

Í klúbbnum eru 35 félagar sem þakka af heilum hug öllum þeim sem lögðu okkur lið á einn eða annan hátt í vetur og gerðu okkur þar með kleyft að leggja samfélaginu lið.

F.h. Linsklúbbsins Geysis,
Sveinn A. Sæland, formaður

Nýjar fréttir