11.7 C
Selfoss
Home Fréttir Hreinni torg og götur er allra hagur

Hreinni torg og götur er allra hagur

0
Hreinni torg og götur er allra hagur
Ólafur H. Ólafsson.

Þar sem ég er nýgræðingur í stjórnmálum og er sem dæmi í fyrsta skiptið á lista fyrir sveitastjórnarkosningar, er ég í þessu af hugsjón og miklum áhuga á að bæta samfélagið. Mín hugsjón samanstendur af félagshyggju og umhverfisverndarsjónarmiðum.

Og hvernig tengist það sveitstjórnarmálum, Kann einhver að spyrja? Félagshyggja og jafnréttismál eiga að mínu mati alltaf brýnt erindi, sama hvort um sé að ræða innan sveitastjórnar eða Alþingis, já eða bara í hinu daglega lífi almennt.

Í sjálfu sér þarf ekki að hafa uppi mörg orð um það og ætla ég því að eyða meiri púðri í hitt atriðið sem ég nefni. Mikilvægi hreins umhverfis og óspilltrar náttúru eru mál sem við almenningur verðum að horfast í augu við. Því er mikilvægt að við vinnum öll að því að gera okkar til þess að svo megi verða.

Einn liður í þeirri baráttu sem við almenningur getum svo sannaralega tekið þátt í er að huga að okkar nærumhverfi og passa upp á ekki séu óþarfa ummerki um okkur út í náttúrunni með því að henda t.d rusli í þar til gerð ílát og skilja ekki eftir neyslu umbúðir á víðavangi. Í þessum málum er Samfylkingin í Árborg með mjög frambærilega stefnu sem felur meðal annars í sér meiri flokkun á almennu sorpi, líkt og er í nágrana sveitarfélögum okkar, koma upp grendarstöðvum víðsvegar inna Árborgar og að lengja og aðlaga opnunartíma sorpvinnslu stöðva mun betur af þörfum almennings.

Fyrir skömmu kynntum við á S-listanum málaskrá okkar. Þar er að finna áherslur okkar til næstu ára og eftirfarandi eru á meðal markmiða okkar í umhverfismálum er að ljúka framkvæmdum í fráveitumálum við hreinsistöð á Selfossi, þróa og útfæra upp á nýtt lausnir í fráveitumálum við ströndina, með það að markmiði að ekkert fari frá byggðinni útí sjó, ráðast í tímasett átak um endurbætur á gangstéttum, göngustígum og götum í eldri hverfum og fegra sveitarfélagið með bættri umhirðu opinna svæða og meiri plöntun blóma, runna og trjáa.

Þetta eru fáeinar ástæður í umhverfismálum til þess að merkja X við S á kjördag og kjósa nýjar áherslur velferðar og náttúruverndar í bæjartjórn Árborgar.

 

Ólafur H. Ólafsson, skipar 9. sæti S-listans í Árborg.