6.7 C
Selfoss
Home Fréttir Eflum menntun í betri Árborg

Eflum menntun í betri Árborg

0
Eflum menntun í betri Árborg
Klara Öfjörð.

Í nútíma tæknivæddu samfélagi er menntun mjög mikilvæg fyrir alla. Það að afla sér fjölbreyttrar menntunar gerir okkur meðvitað um eigin getu, vilja til verka og fróðleiksfúsari út lífið. Þetta á við um alla menntun sem fólk sækir sér frá leikskóla til símenntunar á fullorðinsárum.

Eitt af þeim hlutverkum sem sveitarfélögunum er falið er umsjón með og ábyrgð á menntun barna í leik- og grunnskóla. Í Árborg er mikið að fagmenntuðu fólki sem er reiðubúið til að aðstoða okkur við að stíga þessi skref. Mikilvægt er að skólar veiti þann stuðning sem náms – og starfsráðgjafar, iðju- og þroskaþjálfar vinna að og styðja við einstaklinginn þegar fyrstu skrefin eru tekin í átt að sjálfstæði og auknum þroska. Í skóla fyrir alla þarf huga að mikilvægi þessa stuðnings sem styður við störf kennara, starfsfólks, nemenda og foreldra þeirra.

Mikilvægt er að nemendur fái að kynnast námi og starfi strax á fyrstu stigum grunnskólans gefur hverjum og einum tækifæri til að hafa áhrif á hvert hann vill stefna í framtíðinni. Atvinnutengt nám þar sem skólar og nærumhverfið vinnur saman er því einkar dýrmætt. Þar gefst tækifæri til að fá leiðsögn fagaðila innan sem utan skólans hvernig á að bera sig að eða fá að æfa sig. Fyrirmyndir barna eru víða. Við eigum að temja okkur að tala jákvætt um allt nám og öll störf sem er í boði. Það leiðir til þess að börn og ungmenni verði sjálfstæðari í ákvarðanatöku um eigin framtíð.

Nám og námsleiðir eru víða að finna í samfélaginu. Víðsvegar er boðið upp á fjölbreytt námskeið hjá fagaðilum / fyrirtækjum m.a. Háskólasamfélaginu, Fjölmennt, Virk, Vinnumálastofnun, Rauði krossinn, Björgunarmiðstöðin/viðbragðsaðilar, stéttafélögin og ökuskólar þessu starfi þarf að veita athygli og hlúa að. Það sýnir metnað okkar í verki og gerir samfélagið okkar betra. Því þarf að halda áfram að byggja upp lærdómssamfélagið í Árborg.

Áralöng reynsla mín úr skólastarfi sem kennari og námsráðgjafi hefur sannfært mig um að það er alltaf hægt að gera betur. Mun ég því beita mér fyrir því að styðja við sérstöðu skólastarfs á öllum stigum í sveitarfélaginu og hlúa að því sem vel er gert í framboði mínu fyrir S-lista Samfylkingarinnar til sveitarstjórnar hér í Árborg.

Eflum menntun í betri Árborg.

 

Klara Öfjörð, skipar 3. sæti á lista Samfylkingarinnar í Árborg.