8.4 C
Selfoss
Home Kosningar Ásahreppur Kosningar í Ásahreppi

Kosningar í Ásahreppi

0
Kosningar í Ásahreppi
Gunnar Guðmundsson.

Við sveitarstjórnarkosningar þar, hefur það verið venja að bjóða ekki fram lista, heldur hafa í reynd allir kosningabærir menn verið í kjöri og kjósendur því valið úr þá einstaklinga sem þeir hafa talið best treystandi til að gæta hagsmuna íbúanna og hreppsins sem heildar. Nú hefur verið lagður fram listi – L-listinn – og þar með er sá gamli lýðræðislegi réttur tekinn af fólki, að geta valið einstaklinga í stað fyrirfram samsettra lista.

Fyrsta sæti L-listans skipar Ásta Berghildur, viðkunnanleg stúlka, ferðaþjónustubóndi í Miðási. Lítt þekki ég til hennar verka og verða því þeir sem henni eru kunnugri, að meta hvort hún sé líklegri til að vinna að hagsmunum sveitarinnar sem heildar eða að persónulegum hagsmunum sínum.

Þriðja sætið skipar Brynja Jóna dóttir ágætishjónanna Jónasar og Sigrúnar í Kálfholti. Það gat varla farið fram hjá þeim sem störfuðu við Laugalandsskóla á áttunda áratugnum, hversu miklar mannkosta stúlkur allar systurnar frá Kálfholti voru. Svipaða eiginleika bar og Ingibjörg frá Lækjartúni. Eftir kosningarnar fyrir fjórum árum, gladdi það mig að Brynja hafði verið kjörin í sveitarstjórn – nú fjórum árum síðar finnst mér hins vegar miður að hún skuli vera á þeim lista sem stemmt er gegn afburðamanninum Agli Sigurðssyni oddvita á Berustöðum. Egill er víða þekktur úr félagsmálastarfi og hvarvetna hefur hann hlotið hið besta orð. Að fjórum árum liðnum – þegar þá verður kosið – vona ég að bæði Kálfholts- og Lækjartúnsfólk verði í sama liði og Egill.

Í öðru sæti L-listans er Guðmundur Gíslason á Hárlaugsstöðum. Lengi var hann kennari á Laugalandi og það er mitt mat að hann hafi þar verið í algerum topp-klassa sem kennari og varðandi sumt fleira sem hann tók að sér. Á þeim tíma gaf hann kost á sér sem fulltrúi – trúnaðarmaður kennara í skólanefnd og var kosinn sem slíkur. Í stað þess að gæta þar hagsmuna starfsmanna skólans, vann hann þar gegn hagsmunum sumra þeirra og olli þeim tjóni. Nú býður þessi sami Guðmundur sig fram til að gæta hagsmuna sveitunga sinna. Með þessar fyrri gerðir Guðmundar í huga gæti ég aldrei treyst honum til að vera í forsvari fyrir aðra.

 

Gunnar Guðmundsson frá Heiðarbrún.