8.9 C
Selfoss

Sindratorfæran á Hellu á laugardag

Vinsælast

Sindratorfæran fer fram á Hellu á morgun, laugardaginn 12. maí. Mikil spenna er í fólki þar sem þetta er 1. umferð íslandsmótsinns og upphaf keppnistímabilsinns.

Alls er 21 keppandi skráður til leiks. Á keppendalistanum eru nöfn sem margir kannast við og má þar nefna Gísla G. Jónsson, Árna Kóps og mörg fleiri. Nýjir keppendur eru allnokkrir eins og t.d. Ásmundur Ingjaldsson, Páll jónsson, Guðmundur Elíasson og fleiri, sumir hverjir á nýsmíðuðum bílum sem alldrei hafa sést áður. Þeir keppendur sem hafa verið að slást um titilinn undanfarin ár eru að sjálfsögðu með, þeir Atli Jamil á Thunderbolt, Magnús Sig á Kubbnum, Geir Evert á Sleggjunni, Þór Þormar á Thor og fleiri í sérútbúnaflokknum og þeir Steingrímur Bjarnason á Strumpnum og Ívar Guðmundsson á Kölska í götubílaflokknum.

Í tilkynningu segir að akstursíþróttasvæði Flugbjörgunarsveitarinnar á Hellu rétt austan Hellu hafi sjaldan litið betur út og að búið sé að leggja mikinn metnað í svæðið og brautirnar. Áin og mýrin verða að sjálfsögðu á sínum stað auk brauta í börðum og sandbrekkum, mjög hraðri tímabraut þar sem oft verða mikil tilþrif. Ökumenn sem eru í óða önn að leggja loka hönd á keppnisstækin lofa miklum tilþrifum og skemmtun fyrir alla fjölskylduna. Flugbjörgunarsveitin á Hellu og Akstursíþróttanefnd Heklu vonast til að sjá sem flesta.

Nýjar fréttir