6.1 C
Selfoss

Uppselt á oddaleikinn í Vallaskóla í kvöld

Vinsælast

Oddaleikur Selfoss og FH í undanúrslitum Íslandsmótsins í handbolta karla fer fram í Vallaskóla í kvöld kl. 20. Uppselt er á leikinn en miðum var skipt jafnt á milli félaganna eins og reglur segja til um þegar um oddaleik er að ræða.

Bæði lið hafa unnið heimaleiki sína en staðan í einvíginu er 2:2. Það lið sem vinnur í kvöld leikur til úrslita við ÍBV. Þar þar að vinna þrjá leiki til að verða Íslandsmeistari.

Á leiknum í kvöld verður boðið upp á áhorfendasvæði „Fanzone“ í húsnæði Vallaskóla þar sem fólk getur fylgst með leiknum frítt. Einnig verður leikurinn sýndur í Bíóhúsinu á Seflossi og kostar sú sýning 1.000 kr.

Áfram Selfoss!!!

Nýjar fréttir