Umferðarslys á Ölfusárbrú

Ölfusárbrú var lokað í morgun um tíma vegna umferðarslyss sem þar varð. Lögregla og björgunarlið komu á vettvang. Búið er að fjarlægja ökutækin og opna brúna á ný. Ekki er talið að um alvarlegt slys hafi verið að ræða.