4.5 C
Selfoss
Home Fréttir Hreinsunarátak í Árborg

Hreinsunarátak í Árborg

0
Hreinsunarátak í Árborg

Hreinsunarátak í Sveitarfélaginu Árborg hófst í dag mánudaginn 7. maí og stendur í viku eða til 12. maí. Á heimasíðu sveitarfélagsins eru íbúar hvattir til að taka vel til í kringum sig eftir veturinn, hreinsa lóðir sínar, tína rusl, sópa gangstéttar og leggja sitt af mörkum til að fegra umhverfi sitt. Á meðan hreinsunarátakinu stendur fellur gjaldtaka á gámasvæði niður auk þess sem frímiða á gámasvæðið hefur verið dreift á öll heimili Árborgar.

Sumaropnunartími gámasvæðis 2018 verður mánudaga til föstudaga kl.13:00–17:00 og laugardaga kl. 10:00–17:00. lokað er á sunnudögum.