6.1 C
Selfoss

Samkomulag um rekstur og uppsetningu á FabLab verkstæði

Vinsælast

Fjölbrautaskóli Suðurlands, Samtök sunnlenskra sveitarfélaga (SASS), Héraðsnefnd Árnesinga (HÁ) og Háskólafélag Suðurlands (HfSu) skrifuðu síðastliðinn mánudag undir samkomulag um uppsetningu og rekstur á FabLab verkstæði við FSu.

Tilgangurinn er að setja upp og reka FabLab verkstæði (Fabrication Laboratory) við FSu. Með því að ráðast í uppsetningu og reksturs á FabLab verkstæði opnast aðgangur fyrir grunn- og framhaldskóla, atvinnulíf og íbúa að stafrænni smiðju með tækjum og tólum til að búa til nánast hvað sem er. FabLab smiðja gefur einstaklingum tækifæri til að þjálfa sköpunargáfuna og hrinda hugmyndum sínum í framkvæmd með því að hanna, móta og framleiða hluti með aðstoð stafrænnar tækni. Með uppsetningu og rekstri FabLab smiðju opnast hvetjandi umhverfi til nýsköpunar, menntunar og þróunar í Árnessýslu þar sem einstaklingar geta raungert hugmyndir sínar.

Skipuð verður fimm manna undirbúningsnefnd sem jafnframt verður stýrihópur verkefnisins. Ingunn Jónsdóttir, ráðgjafi hjá HfSu á vegum SASS, er verkefnisstjóri og mun hún starfa að undirbúningi málsins. Undirbúningsnefnd mun ákvarða framkvæmd uppbyggingarinnar og skilgreina verkefnið með það að markmiði að starfsemi geti hafist frá og með hausti 2018. Verkþættir og tímasetningar verða nánar skilgreindar af undirbúningsnefnd.

Framlög samstarfsaðila til verkefnisins verða margskonar. Má þar nefna fjármagn, þekkingu, vinnuframlag, sérfræðiþekkingu, aðstöðu o.fl.

Atorka – samtök atvinnurekenda á Suðurlandi, er virkur samstarfsaðili í verkefninu og mun með aðstoð aðildarfélaga og annarra aðila, leggja verkefninu til fjármuni til kaupa á tækjabúnaði í upphafi verkefnisins. Jafnframt

Nýjar fréttir