4.9 C
Selfoss

Kjósum vandaða stjórnsýsluhætti

Vinsælast

Nú fer að líða að því að við íbúar á Suðurlandi líkt og aðrir íbúar þessa lands kjósum öll okkar fulltrúa í sveitarstjórn okkar sveitarfélags. Sveitarfélagið sem við búum í skiptir okkur svo miklu máli að það er erfitt að leggja nægilega mikla áherslu á mikilvægi þess að kjósa og láta sér málin varða.

Hvernig sveitarfélögin eru rekin og hvernig þeim er stýrt hefur fljótt bein áhrif á líf okkar. Til dæmis ef sorphirðu er ekki vel sinnt þá endum við með fullar tunnur af sorpi dögum saman. Ef ekki eru lagðir göngustígar hjóla börnin okkar á götunni, það er því líklegt er að ákvarðanir sveitarstjórnar eigi a.m.k nokkrum sinnum yfir kjörtímabilið eftir að snerta líf þitt þannig að þú verðir var við það. Þrátt fyrir að vera ekki alltaf sammála þeim ákvörðunum sem eru teknar er svo mikilvægt að bera traust til þeirra sem valdið hafa.

Fyrir mér er einfalt hvað skal kjósa. Kjósa þá sem maður treystir. Þú þarft að treysta því, að fólkið sem býður sig fram geti tekið upplýstar og málefnalegar ákvarðanir, þú þarft að treysta því að það geti leitt mál áfram og þú þarft að treysta því að þetta fólk hafi metnað fyrir því samfélagi sem þú býrð í.

En hvernig kemur þetta traust? Traust er forsenda samstarfs en samstarf er einnig forsenda trausts. Þess vegna ter samtal og samvinna kjósenda og frambjóðenda lykilatriði í aðdraganda kosninga og hvet ég alla sem vilja búa í góðu samfélagi til þess að taka virkan þátt í þeirri stefnumótun sem fer nú af stað í sveitarfélögum landsins á komandi vikum.

Nýjar fréttir