11.7 C
Selfoss

Góður árangur Sunnlendinga á Íslandsmótinu í fitness

Vinsælast

Íslandsmótið í fitness fór fram í Háskólabíó á skírdag þann 29. mars sl. Þrír Sunnlendingar tóku þátt í mótinu og stóðu sig með prýði. Það voru þau Oggi Pedrovic, Dagmar Pálsdóttir og Elísa Dagmar Björgvinsdóttir.

Oggi Pedrovic Íslandsmeistari í sportfitness unglinga.

Oggi tók þátt í sínu fyrsta móti, keppti í sportfitness og sigraði þar allt sem hægt var að sigra. Hann hampaði Íslandsmeistaratitlinum í sportfitness unglinga og í hæðarflokknum +178 cm. Þar að auki sigraði hann heildarkeppnina þar sem sigurvegarar allra flokka í sportfitness keppa sín á milli. Oggi var í þjálfun hjá Fitlíf þjálfun Elmars og Anítu sem starfa í worldclass Selfossi.

Dagmar Pálsdóttir keppti nú á sínu öðru móti í módelfitness og kom inn með flottar bætingar. Hún keppti í hæðarflokknum -163 cm og hampaði þar Íslandsmeistaratitlinum. Dagmar var einnig í þjálfun hjá Fitlíf þjálfun Elmars og Anítu.

Elísa Dagmar Björgvinsdóttir er lengst til vinstri.

Elísa Dagmar Björgvinsdóttir keppti á sínu fyrsta móti og stóð sig með prýði. Hún keppti í módelfitness byrjendur og módelfitness hæðarflokknum +168, hún komst í úrslit í hæðarflokknum og hafnaði í 6. sæti. Elísa var í þjálfun hjá Sigurði Gestsyni.

Nýjar fréttir