8.9 C
Selfoss

Lóðir til úthlutunar í Árborg

Vinsælast

Sveitarfélagið Árborg hefur auglýst til úthlutunar lóðir við Hagalæk, Sílalæk, Urriðalæk og Þúfulæk í Hagalandi. Um er að ræða 45 lóðir samtals, 23 fyrir einbýlishús, 18 fyrir parhús og 4 fyrir raðhús. Áætlað er að lóðirnar verði byggingarhæfar um miðjan október nk. og geta byggingarframkvæmdir ekki hafist fyrr en þá og að fengnu byggingarleyfi. Lóðirnar eru auglýstar til úthlutunar nú í því skyni að væntanlegir lóðarhafar geti látið hanna og teikna hús á lóðirnar og sótt um byggingarleyfi í tíma.

Gatnagerð á svæðinu er hafin, en verkið var boðið út í byrjun ársins. Samið var við Borgarverk ehf. um að annast gatnagerðina og lagningu stofnlagna. Að auki annast Borgarverk frágang gangstétta og göngustíga við fyrrgreindar götur og aðrar götur í Hagalandi þar sem stígagerð er ekki lokið.

Sveitarfélagið Árborg hefur úthlutað öllum íbúðarhúsalóðum sínum á Selfossi. Síðasta verkefni sveitarfélagsins í gatnagerð fyrir íbúðarhúsalóðir á Selfossi var í Suðurbyggð, og er það hverfi nú nánast fullbygt. Á síðustu  misserum hefur uppbygging íbúðarhúsnæðis að mestu farið fram í hverfum sem byggðust upp í einkaframkvæmd og á lóðum í Suðurbyggð.

Í auglýsingu um úthlutun lóðanna koma fram nánari skilmálar um lóðaúthlutun, sbr. reglur um úthlutun lóða í Árborg sem aðgengilegar eru á veg sveitarfélagsins.

Nýjar fréttir