8.9 C
Selfoss

Nýir heitir pottar við íþróttamiðstöðina í Þorlákshöfn

Vinsælast

Í fjárhagsáætlun Sveitarfélagsins Ölfuss fyrir árið 2018 var ákveðið að útbúnir yrðu tveir nýjir heitir pottar við Íþróttamiðstöð Þorlákshafnar og að þeir yrðu tilbúnir fyrir komandi sumar.

Ákveðið var að bjóða verkið út í nóvember og var tilboðsfrestur til 15. desember. Engin tilboð bárust og var í framhaldinu leitað til verktaka um framkvæmd verksins. Fyrir liggja samningsdrög við Garpa ehf. um jarðvinnu og uppsteypu verksins og allan yfirborðsfrágang. Þá hefur verið samið við JÓ lagnir um lagnavinnu og tengingu búnaðar. Búnaður er keyptur hjá Á. Óskarssyni. Verið er að klára útfærslu á yfirborðsfrágangi potta og samið verður fljótlega við múrarameistara og málarameistara vegna þess.

Áætlaður framkvæmdakostnaður í fjárhagsáætlun var 25 m.kr. fyrir utan búnað sem er áætlaður um 5,3 m.kr. Áætlað er að heildarkostnaður fyrir utan búnað verði um 30 m.kr. og verður gerður viðauki við fjárhagsáætlun þegar heildarkostnaður liggur fyrir. Í fundargerð bæjarstjórnar kemur fram að stefnt er að verklokum fyrir 17. júní næstkomandi.

Nýjar fréttir