7.8 C
Selfoss
Home Fréttir Ný gufulögn að goshvernum í Hveragarðinum í Hveragerði

Ný gufulögn að goshvernum í Hveragarðinum í Hveragerði

0
Ný gufulögn að goshvernum í Hveragarðinum í Hveragerði
Úr Hveragarðinum í Hveragerði. Mynd: ÖG.

Undanfarið hafa verið umtalsverðar rekstrartruflanir á gufuveitunni í Hveragerði. Í minnisblaði Aldísar Hafsteinsdóttur bæjarstjóra, sem lagt var fram á fundi bæjarráðs Hveragerðis 22. mars sl., kemur fram að þrýstingur hafi minnkað mikið og því orðið að setja dælu í holu 8 (í Hveragarðinum) árið 2017 þar sem sú hola hafi verið hætt að virka sem gufuhola. Þar kemur einnig fram að sú dæla hafi eyðilegast í nóvember og hafi hola 9 verið aðalhola gufuveitunnar síðan.

Komið hefur í ljós að sú tenging sem nú er úr holu 8 í goshvernum í Hveragarðinum er ekki með þeim hætti sem best verður á kosið og hefur goshvernum því verið lokað. Í minnisblaði bæjarstjóra segir að mikilvægt sé að koma goshvernum afur í gang. Það sé hægt með því að leggja nýja lögn að goshvernum og þannig verði álag á botn holunnar viðráðanlegra. Þar sem mikill fjöldi gesta hafi nú þegar boðað komu sína í Hveragarðinn á næstunni sé mikilvægt að ráðast í þessar framkvæmdir hið allra fyrsta. Umhverfisfulltrúi hefur metið kostnað við þessa framkvæmd og nemur hún 2,2, mkr.

Bæjarráð samþykkti á fundinum að fara í ofangreindar framkvæmdir.