-5 C
Selfoss

Byggðaumræðan frá óvæntum hliðum á N4

Vinsælast

Annan dag í páskum hefur göngu sína nýr umræðuþáttur sem ber nafnið Landsbyggðalatté á sjónvarpsstöðinni N4. Í þessum þætti verður komið víða við í umræðunni um landsbyggðamál. Nafnið á þættinum er til að undirstrika að hann brýtur svolítið upp klisjunar sem einkenna oft umræðuna um byggðamál

Í þættinum verða landsmálin rædd af áhugafólki um samfélags- og byggðarmál á forsendum ólíkra landsbyggða, velt upp mikilvægum viðfangsefnum sem sjaldnast eru talin til byggðamála og leitað að nýjum og áhugaverðum hliðum á gömlum og lúnum þrætueplum byggðarumræðunar.

Áhersla verður lögð á opna og uppbyggilega umræðu um mikilvæg málefni.

Þáttastjórnendur Landsbyggðalatté eru Þóroddur Bjarnason prófessor, Eva Pandora Baldursdóttir sérfræðingur, Jón Þorvaldur Heiðarsson lektor og Brynhildur Pétursdóttir framkvæmdastjóri ásamt því að fá til sín áhugafólk um hin ýmsu málefni landsbyggðana.

Nýjar fréttir