1.7 C
Selfoss

Oddur Árnason hjá SS Kjötmeistari ársins

Vinsælast

Verðlaunaafhending í fagkeppni Meistarafélags kjötiðnaðarmanna fór fram laugardaginn 10. mars sl. á Hótel Natura í Reykjavík. Kjötiðnaðarmenn frá SS og Reykjagarði sópuðu til sín verðlaunum og var það Oddur Árnason hjá SS sem að hreppti titilinn Kjötmeistari Íslands 2018. Oddur sigraði með 256 stigum en keppnisfyrirkomulagið er þannig að allar vörur byrja með fullt hús stiga eða 50 stig. Dómarar leita síðan að öllum hugsanlegum göllum sem fækka þá stigum.

Kjörmeistarar SS og Reykjagarðs. F.v.: Jónas Pálmar Björnsson, Benedikt Benediktsson, Oddur Árnason, Bjarki Freyr Sigurjónsson, Björgvin Bjarnason og Steinar Þórarinsson. Mynd: BG.

Kjötiðnaðarmenn Sláturfélags Suðurlands og Reykjagarðs sigruðu í eftirtöldum flokkum:
Athyglisverðasta nýjung keppninnar: Oddur Árnason – Sveitakonfekt.
Besta varan unnin úr nautakjöti: Oddur Árnason – Landnámsnaut/reykgrafið.
Lambaorðan: Oddur Árnason – Tindfjallahangikjet.
Besta varan unnin úr alifuglakjöti: Björgvin Bjarnason – Kjúklinga ostapylsa.
Besta varan unnin úr hrossa- eða folaldakjöti: Jónas Pálmar Björnsson – Grafið lakkrísfolald.
Besta varan í flokknum soðnar pylsur: Björgvin Bjarnason – Kjúklingaostapylsa.
Besta varan í flokknum kæfur og paté: Björgvin Bjarnason – Kjúklingapaté.
Besta skinkan 2018: Sláturfélag Suðurlands – Hunangsskinka.

Nýjar fréttir