9.5 C
Selfoss

Umhverfisvika í Grunnskólanum í Þorlákshöfn

Vinsælast

Grunnskólinn í Þorlákshöfn, sem er Grænfánaskóli, hefur i þessari viku gegnið um bæinn í Þorlákshöfn og fegra hann með því að hreinsa til. Nemendur og starfsfólk skólans höfðu orð á því, nú þegar sæist til sólar, að allt of mikið af rusli væri á víð og dreif um bæinn. Af þeim sökum fóru nemendur og starfsmenn út í vikunni og hreinsuðu til. Bæjarbúar voru einnig hvattir til að taka þátt í þessari umhverfisviku og hreinsa til í sínum íbúargötum. „Ef allir taka höndum saman og hreinsa til í kringum sig gerum við fallegan bæ enn fallegri,“ segir á heimasíðu sveitarfélagsins.

Nýjar fréttir