1.1 C
Selfoss

Guðmundur með fyrirlestur í Set

Vinsælast

Guðmundur Þ. Guðmundsson, þjálfari íslenska landsliðsins í handknattleik, hélt fyrirlestur fyrir stjórnendur í Set á Selfossi þriðjudaginn 13. mars sl. Fyrirlesturinn spannaði vítt svið stjórnunar og mannlegra samskipta, hvernig hámarka má árangur og láta drauma og markmið rætast með réttum aðferðum. Að stjórna úrvalsliði með það að markmiði að vinna gull er ekki ósvipað og að stjórna fyrirtæki sem vill ná árangri. Að allir hafi hlutverk og vinni saman sem liðsheild leiðir til árangurs. „Það var ánægjulegt að fá Guðmund til að flytja fyrirlestur sinn fyrir stjórnendahópinn, – mjög lærdómsríkt og hvetjandi,“ segir Bergsteinn Einarsson, framkvæmdastjóri hjá Set ehf.

Starfsfólk set ásamt Guðmundi Þ. Guðmundssyni.

Nýjar fréttir