4.5 C
Selfoss

Fjallað um lífsgæði og hamingju í Hveragerði

Vinsælast

Albert Eiríksson og Elísabet Reynisdóttir, næringarfræðingur, héldu skemmtilegann fyrirlestur í Skyrgerðinni í Hveragerði á dögunum. Á meðan gestir snæddu ljúffenga súpu og meðlæti sagði Albert frá því hvernig hann hefur tekið mataræði sitt í gegn í vetur með aðstoð Betu, en hann er þekktur fyrir matarbloggið alberteldar.com.

Á fyrirlestrinum fór Beta yfir mikilvægi góðrar næringar, hversu misjöfn við erum og að hreyfing hefur einnig mikil áhrif á lífsgæði fólks. Albert sagði frá fundum þeirra og hvaða breytingu hann upplifði á ólíku mataræði og forvitni hans um lífsgæði almennt.

Fyrirlesararnir Albert Eiríksson og Beta Reynis. Mynd: Helena.

Í lokin urðu líflegar umræður og vangaveltur um hvernig vaninn getur leikið okkur grátt hvaða aðferð hentaði hverjum og einum til að bæta lífsgæði og hamingju og  heilsuna í leiðinni, en án öfgafullar aðgerðir.

Þennan létta og opna fyrirlestur hafa þau Albert og Beta haldið víða, síðastliðna mánuði, meðal annars í fyrirtækjum og hafa undirtektirnar verið góðar.

Nýjar fréttir