4.5 C
Selfoss
Home Fréttir Til hamingju Sunnlendingar

Til hamingju Sunnlendingar

0
Til hamingju Sunnlendingar
Jóhanna M. Hjartardóttir, menningar- og frístundafulltrúi Hveragerðisbæjar.

Dagskráin fagnar hálfrar aldar afmæli um þessar mundir og er það ánægjulegt að héraðsfréttablað okkar Sunnlendinga hafi haldið velli þó að áreiti vefmiðla hafi aukist mikið nú síðustu ár.

Á mínu bernskuheimili var mikið lesið og voru foreldrar mínir áskrifendur að dagblöðum og dönskum tímaritum. En tímarnir breytast og er ég ekki með nein blöð í áskrift í dag. Það er því gaman að fá Dagskrána inn um bréfalúguna einu sinni í viku og er það fastur liður að fletta í gegnum blaðið og leita eftir skemmtilegum myndum og áhugaverðum fréttum úr héraði. Bóndinn á heimilinu byrjar alltaf á að skoða uppskriftir hjá Sunnlenska matgæðingnum og hafa margir réttir verið prófaðir í eldhúsinu á okkar heimili.

Ég hef átt góð samskipti við ritstjóra Dagskrárinnar í gegnum árin í tengslum við starf mitt hjá Hveragerðisbæ. Það er mikilvægt fyrir sveitarfélögin að fá góða umfjöllun um málefni líðandi stundar og geta birt tilkynningar, fréttir, myndir af viðburðum og fleira í prentmiðli. Dagskráin hefur sinnt því með sóma.

Það er von mín að Dagskráin muni áfram sinna hlutverki sínu sem frétta og upplýsingamiðill í héraðinu og muni eflast enn meira á komandi árum.

Jóhanna M. Hjartardóttir, menningar og frístundafulltrúi Hveragerðisbæjar