0 C
Selfoss
Home Fréttir Mótum framtíðina saman í Árborg

Mótum framtíðina saman í Árborg

0
Mótum framtíðina saman í Árborg
Baldur Róbertsson, formaður Miðflokksdeildarinnar í Árborg.

Miðflokkurinn er flokkur með djúpar rætur á miðju stjórnmálanna. Flokkur fyrir skynsamt fólk með skýra sýn á grundvallarmál samfélagsins. Miðflokkurinn er flokkur sem veitt getur stöðugleika og staðið vörð um hefðbundin grunngildi en um leið verið flokkur hugmyndaauðgi og framfara. Flokkur sem leitar til þeirra sem best þekkja til á hverju sviði og styður góðar hugmyndir sama hvaðan þær koma.

Sveitarfélagið Árborg hefur margvíslegum skyldum og hlutverkum að gegna gagnvart íbúum sínum. Þær skyldur helstar eru bundnar í lög og einnig gegnir sveitarfélagið mikilvægu samfélagslegu hlutverki með því að sinna hagsmunagæslu fyrir íbúana. Sveitarfélagið Árborg, á sem langfjölmennasta sveitarfélagið á Suðurlandi að vera sú rödd sem heyrist hvað hæst í er kemur að sameiginlegum hagsmunamálum fyrir íbúa svæðisins.

Miðflokkurinn í Árborg mun taka ofangreind meginhlutverk Sveitarfélagsins Árborgar mjög föstum tökum og sinna þeim af vandvirkni og alúð fyrir íbúa Árborgar.

Undirbúningur Miðflokksins í Árborg fyrir sveitarstjórnarkosningarnar 2018 er nú í fullum gangi og er málefnastarfið komið af stað. Megináherslur Miðflokksins í Árborg fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor verða eftirfarandi:

  • Við ætlum að skapa sátt um störf bæjarstjórnar í Árborg
  • Við ætlum að starfa fyrir alla íbúa Árborgar
  • Við ætlum að láta rödd Árborgar heyrast

Þeir sem hafa áhuga að koma að framboðinu, frekari málefnavinnu , útfærslu á einstaka málefnum Miðflokksins í Árborg og taka þátt í að móta samfélagið í sveitarfélaginu á næsta kjörtímabili er bent á að hafa samband við undirritaðan eða Tómas Ellert [s. 853 8358 – tomasellert@midflokkurinn.is].

Baldur Róbertsson, formaður Miðflokksdeildarinnar í Árborg.