4.5 C
Selfoss

Kerhólsskóli er með hreyfingu starfsmanna á vinnutíma

Vinsælast

Haustið 2017 var farið í tilraunarverkefni meðal starfsmanna Kerhólsskóla, samreknum leik- og grunnskóla, þar sem starfsmenn Kerhólsskóla gátu fengið að fara tvisvar sinnum í viku, klukkutíma í senn, í hreyfingu á launum.

Sett var upp auglýsing sem hljóðaði svona:
Sveitarfélagið Grímsnes- og Grafningshreppur vill bjóða þeim sem eru í 100% vinnu og hafa áhuga á að hreyfa sig á vinnutíma (á fullum launum) tækifæri til þess, tvisvar í viku í klukkustund í senn. Þeir sem eru í 50% vinnu eða meira fá einn tíma í viku en aðrir ekki. Í boði er að fara í íþróttahúsið, sundlaugina eða bara í góðan göngutúr. Reynt verður eftir best getu að leyfa tveimur að fara í einu til að hafa félagsskap. Aðeins þeir sem skrá sig, fara í markvissa hreyfingu á þeim tíma sem þeim verður úthlutað því ekki er í boði að taka slökun eða leggja sig, aðeins að hreyfa sig. Þetta tilraunarverkefni verður síðan endurskoðað í desember og ákvörðun tekin um framhaldið þá.

Markmiðið með þessu er að auka starfsánægju og vellíðan starfsmanna.

Síðan fór fram skráning og aðeins þeir sem vildu taka þátt fengu könnun í hendur þar sem þeir skrifuðu niður þrjú markmið sem þeir vildu ná á þessum tíma ásamt því að svara hvernig þeim liði andlega, líkamlega og félagslega. Þá fór úthlutun á hreyfistundum fram, þ.e.a.s. það fengu allir tíma til að hreyfa sig, fengu til þess 60 mínútur, frá því þeir gengur út úr húsi og þar til þeir komu tilbúnir aftur til vinnu. Íþróttahúsið er staðsett við hlið skólans með íþróttasal, lyftingarsal og sundlaug. Hver og einn gat óskað eftir ákveðnum degi og tíma til að fara og síðan var hreyfistununum raðað niður í stundatöflu.

Í janúar byrjun var gerð ný könnun, þar sem spurt var m.a. hvernig hreyfingin hefði gengið, hvort starfsmenn vildu halda þessu áfram og hvaða ávinning þetta hefði haft. Niðurstöður sýndu að þessar hreyfistundir bættu andlega, líkamlega og félagslega líðan starfsmanna, starfsandinn varð betri, minna um veikindi starfsmanna og mikil ánægja allra með að fá tækifæri til að fara að hreyfa sig þó að stundum kæmu upp þær aðstæður að ekki væri hægt að fara, t.d. vegna manneklu í leikskóladeild en það að þetta væri í boði skipti sköpum. Aðal ástæðan sem starfsmenn gáfu var sú að samviskan héldi aftur af þeim að fara, vildu klára þessi og hin verkefnin fyrst. Allir starfsmenn vildu halda þessu tilraunaverkefni áfram. Eftir seinni könnunina breyttum við örlítið til og ef að stafsmenn komast ekki í hreyfistund á skráðum tíma þá geta þeir breytt um tímasetningu með samráði við samstarfsmenn, þ.e.a.s. að starfsmenn ræði sín á milli hvenær hreyfistundin henti best og sammælis þá um hvenær farið er. Auka álag gæti komið upp á þeim tíma sem hreyfistundirnar eru, sérstaklega í leikskóladeild, en það eru allir tilbúnir að leggja á sig smá auka álag til að nýta hreyfinguna. Hefur þetta fyrirkomulag reynst mjög vel.

Í vor verður aftur lögð fyrir könnun um hvernig hafi gengið og hver ávinningurinn var fyrir hvern og einn. Þannig reiknum við með að skoða áfram hver ávinningurinn er fyrir skólann í heild og taka ákvörðun hvort um lengra – varnalegt verkefni verður um að ræða.

Við í Kerhólsskóla hvetjum aðra skóla til að bjóða sínu starfsfólki upp á hreyfingu, því hjá okkur hefur það eflt starfsandann, vinnugleði og jákvæðni og minnkað veikindi starfsmanna.

Kveðja
Skólastjórnendur Kerhólsskóla

Nýjar fréttir