10 C
Selfoss

Vel heppnað villimannakvöld Geysis

Vinsælast

Mikið var um dýrðir í Aratungu að kvöldi föstudagsins 16. febrúar sl. en þá hélt Lionsklúbburinn Geysir sína árlegu fjáröflunarsamkomu sem ber heitið Villimannakvöld. Um 150 karlar mættu í gleðina og voru flestir gestanna Lionsmenn af Suðvesturhorninu.

Matseðillinn er alltaf eins á þessum kvöldum, hrossaket og hrossabjúgu sem gerð voru góð skil. Veislustjóri var Samúel Örn Erlingsson, kennari og fréttamaður. Ræðumaður var Ágúst Sigurðsson, sveitarstjóri Rangárþings ytra. Þá tóku félagar úr Karlakór Selfoss lagið. Auk þess var happdrætti með veglegum vinningum og uppboð. Afrakstur samkomunnar rennur allur til góðra mála.

Lykilfólkið í matseldinn og framreiðslu. Steini, Steinunn og Hjalti.

Nýjar fréttir