-0.5 C
Selfoss

Búið að opna sundlaugina í Hveragerði

Vinsælast

Sundlaugin í Hveragerði var opnuð aftur eftir hádegi í dag. Í síðustu viku stíflaðist gufulögn sem gefur hita í sundlaugarhúsið, sturtur og potta. Veitur hafa unnið við það að leggja nýja gufulögn sem gefur meiri varma og kemur ástandinu í betra horf.

Á heimasíðu Hveragerðis kemur fram að Veitur hafa náð upp þrýstingi á gufukerfið og að sundlaugin sé 29°C og gufubaðið heitt. Þar segir enn fremur að pottarnir séu að hitna. Heilsustofnun er þakkað fyrir gott samstarf en ómetanlegt var að geta fengið afnot af lauginni þar fyrir sundæfingar og langtíma kortagesti.

Eldri frétt af hveragerði.is:
Undanfarna mánuði hefur verið erfitt að halda hita á sundlaug, heitum pottum og gufubaði í Sundlauginni Laugaskarði. Orkuveitan hefur verið að vinna að því að halda gufuveitunni gangandi og hafa margir íbúar og fyrirtæki fundið fyrir því.

Sérstaða okkar er að við notum gufuna til að hita upp og því er bagalegt það ástand sem hefur skapast.

Í síðustu viku stíflaðist alveg gufulögnin sem gefur hita í sundlaugarhúsið, sturtur og potta. Unnið er við það að leggja nýja gufulögn sem ætti að gefa okkur meiri varma til að koma ástandinu í betra horf.

Við biðjum sundlaugargesti að sýna þolinmæði í þessu ástandi en þeir gestir sem eru með árskort eða ½ árs kort eru velkomnir í sundlaug Heilsustofnunar eftir kl. 16 á daginn á meðan lokað er í Laugaskarði.

Random Image

Nýjar fréttir