11.7 C
Selfoss
Home Fréttir Miðflokkurinn býður fram á Suðurlandi

Miðflokkurinn býður fram á Suðurlandi

0
Miðflokkurinn býður fram á Suðurlandi

Stjórn Miðflokksfélags Suðurkjördæmis (MFS) hefur tekið ákvörðun um að bjóða fram í sveitarstjórnarkosningunum sem haldnar verða laugardaginn 26. maí nk. Þetta kemur fram í tilkynningu sem stjórn félagsins sendi frá sér 18. febrúar sl.

Þeir sem hafa áhuga á að gefa kost á sér á framboðslista flokksins í sínu sveitarfélagi geta sent eftirfarandi upplýsingar á sudur@midflokkurinn.is: nafn, heimilisfang, starfsheiti, símanúmer og netfang ásamt því sæti sem óskað er eftir. Lokafrestur til að skila inn framboðum er kl. 12:00, laugardaginn 3. mars nk.

Undir tilkynninguna rita fyrir hönd Miðflokksfélags Suðurkjördæmis, Einar G. Harðarson formaður (s. 662 5599) og Sigrún Gísladóttir Bates varaformaður (896 4509).