5.6 C
Selfoss
Home Fréttir Veður hefur áhrif á verkefni lögreglu og björgunarsveita

Veður hefur áhrif á verkefni lögreglu og björgunarsveita

0
Veður hefur áhrif á verkefni lögreglu og björgunarsveita

Veður á stóran þátt í verkefnum nýliðinnar viku sem lögregla og björgunarsveitir, ásamt vegagerð, hafa þurft að sinna. Mörg verkefni komu upp þar sem fólk átti í vandræðum vegna færðar. Aðgerðastjórn hefur verið virkjuð í björgunarmiðstöðinni við Árveg og einnig í húsnæði Flugbjörgunarsveitarinnar á Hellu og í húsnæði Björgunarfélagsins á Höfn þegar þess hefur gerst þörf.

Í aðgerðastjórn koma saman, auk fulltrúa svæðisstjórnar björgunarsveita og lögreglu, fulltrúi Brunavarna Árnessýslu vegna vinnu á þeirra starfssvæði, fulltrúi vegagerðar og fulltrúi sjúkraflutninga HSU til úrvinnslu þeirra verkefna sem boðið er upp á hverju sinni. Verklag þetta er skilvirkt og tryggir stystu mögulegu boðleiðir milli eininga og þar með skjótustu þjónustuna við þann sem þarf á aðstoðinni að halda. Vestanmegin í umdæminu var það snjókoma og skafrenningur sem skapaði flest verkefnin en eystra fengust menn við fjúkandi þakplötur og bíla af vegi í hálku og roki.

Byggt á dagbók lögreglunnar á Suðurlandi.