8.4 C
Selfoss

Hellisheiði og Þrengsli opin

Vinsælast

Leiðirnar yfir Hellisheiði og Þrengsli voru báðar opnaðar snemma í morgun en þær voru lokaðar frá hádegi í gær. Hálka er á leiðunum eins og víða á vegum á Suðurlandi. Mokstur stendur yfir á útvegum. Samkvæmt síðu Vegagerðarinnar er vegurinn fær með allri Suðurströndinni.

Samkvæmt spá Veðurstofunnar fyrir landi allt er minnkandi vestanátt og dregur úr éljum. Suðvestan 5–13 m/s með morgninum, dálítil él sunnan- og vestanlands, en annars þurrt og bjart að mestu. Gengur í austan hvassviðri eða storm í kvöld og nótt, fyrst suðaustantil, með snjókomu, en slyddu við suðaustur- og austurströndina. Snýst í minnkandi sunnan og suðvestanátt og dregur úr ofankomu þegar líður á daginn, fyrst austantil. Suðaustan 8-15 annað kvöld og él á stöku stað. Frost yfirleitt 0 til 7 stig, en hiti um frostmark við suðaustur- og austurströndina.

Nýjar fréttir