Framsóknarflokkurinn fundar á Hótel Selfossi í kvöld

Kjördæmavika er á Alþingi dagana 12.–16. febrúar og verða þingmenn og ráðherrar flokkanna á ferð og flugi næstu daga.

Framsóknarflokkurinn blæs til fundar á Hótel Selfossi í kvöld, mánudag, kl. 20:00. Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, verður gestur fundarins og eru allir velkomnir.