9.5 C
Selfoss
Home Fréttir Leikdeild Umf. Biskupstungna frumsýnir Sálir Jónanna ganga aftur

Leikdeild Umf. Biskupstungna frumsýnir Sálir Jónanna ganga aftur

0
Leikdeild Umf. Biskupstungna frumsýnir Sálir Jónanna ganga aftur

Leikdeild Ungmennafélags Biskupstungna frumsýnir laugardaginn 3. febrúar nk. kl. 20 í Félagsheimilinu Aratungu gamanleikritið „Sálir Jónanna ganga aftur“ eftir Ingibjörgu Hjartardóttur, Sigrúnu Óskarsdóttur og Unni Guttormsdóttur í leikstjórn Gunnars Björns Guðmundssonar.

Æfingar hafa staðið yfir síðan fyrir jól og leikhópurinn er loks að sjá takmarkið fyrir augum sér með frumsýningunni. Leikritið er gaman-drauga-drama sem styðst við minni úr þjóðsögunni um sálina hans Jóns míns og því fræga leikriti Gullna Hliðinu eftir Davíð Stefánsson. Það gengur ýmislegt á þegar sálum skal komið yfir um til himnaríkis og margt getur gerst á leiðinni á heiðum uppi… en er sálum Jónanna viðbjargandi? Til að komast að því er best að mæta á sýningu í Aratungu.