0 C
Selfoss

Hellisheiði og Þrengsli lokuð

Vinsælast

Leiðirnar yfir Hellisheiði og um Þrengsli er lokaðar vegna veðurs. Á vef Vegagerðarinnar kemur fram að hægt er að fara Suðurstrandarveg og Grindarvíkurveg en þar er hálka og skafrenningur. Mosfellsheiði og Lyngdalsheiði eru einnig lokaðar ásamt Krýsuvíkurvegi.

Örtröð myndaðist við hringtorgið í Hveragerði en þar mátti m.a. sjá húsbíla og smá farartæki sem urðu stopp eða sneru við.

Flestir sem sátu í bílum sínum og biðu voru erlendir ferðamenn sem höfðu ekki heyrt um lokanirnar eða slæmt veður á fjallvegum.

Samkvæmt spá Veðurstofunnar átti stormur að skella á í kvöld vestan- og suðvestanlands um kl. 19 til 21. Spáð var stórhríð á fjallvegum, 20–23 m/s og nánast engu skyggni. Á láglendi á að hlána fyrir miðnætti með vatnselg í þéttbýli í nótt og fyrramálið. Hviður geta farið allt að 45 m/s undir Hafnarfjalli frá kl. 21 til kl. 08.

Nýjar fréttir