11.7 C
Selfoss

Sunnlensk fyrirmyndarfyrirtæki

Vinsælast

Fyrir skömmu veitti Creditinfo fyrirtækjum hér á landi viðurkenningar sem framúrskarandi fyrirtæki fyrir rekstrarárið 2016. Á listanum eru 48 sunnlensk fyrirtæki. Af þeim erum 16 í Vestmannaeyjum og 32 annars staðar af Suðurlandi.

Til að fyrirtæki teljist framúrskarandi þarf það að vera í lánshæfisflokki 1–3, rekstrarhagnaður (EBIT) og ársniðurstaða að hafa verið jákvæð þrjú síðustu rekstrarár og eiginfjárhlutfall 20% eða meira þrjú síðustu rekstrarár. Eignir þurfa að hafa verið a.m.k. 90 m.kr. á síðasta rekstrarári og 80 m.kr. tvö rekstrarár þar á undan. Framkvæmdastjóri þarf að vera skráður skráður í hlutafélagaskrá, fyrirtækið að vera virkt samkvæmt skilgreiningu Creditinfo og ársreikningi skilað á réttum tíma.

Fyrirmyndarfyrirtæki á Suðurlandi eftir póstnúmerum:

Tölur í sviga sína röð á heildarlista Creditinfo.

800 Selfoss:
JÁVERK ehf., Gagnheiði 28, Selfossi (113)
Fossvélar ehf., Hellismýri 7, Selfossi (327)
Set ehf., Eyrarvegi 41–49, Selfossi (379)
TRS ehf., Eyravegi 37, Selfossi (410)
Kökugerð H.P. ehf., Gagnheiði 15, Selfossi (496)
Vélsmiðja Suðurlands ehf., Gagnheiði 5, Selfossi (784)
Árvirkinn ehf., Eyravegi 32, Selfossi (809)

801 Selfoss:
Gullfosskaffi ehf., Gullfossi, Bláskógabyggð (191)
Hótel Geysir ehf., Haukadal, Bláskógabyggð (254)
Geysir shops ehf., Haukadal, Bláskógabyggð (289)
Gufuhlíð ehf., Gufuhlíð, Reykholti (450)
Landstólpi ehf., Gunnbjarnarholti, Skeiða- og Gnúpverjahreppi (535)
Gerðabúið ehf., Gerðum, Flóahreppi (734)
Nesey ehf., Skeiða- og Gnúpverjahreppi (839)

810 Hveragerði:
Kjörís ehf., Austurmörk 15, Hveragerði (383)
Þvottahús Grundar og Áss ehf., Klettahlíð 11, Hveragerði (702)

815 Þorlákshöfn:
Unun ehf., Óseyrarbraut 16b, Þorlákshöfn (542)
Manus ehf., Unubakka 46, Þorlákshöfn (612)
Jarðefnaiðnaður ehf. (JEI ehf.), Nesbraut 1, Þorlákshöfn (845)

816 Þorlákshöfn:
Eldhestar ehf., Völlum, Ölfusi (360)

840 Laugarvatn:
Farfuglaheimilið Laugavatni ehf., Torfholti 16, Laugarvatni (772)

851 Hella
Þjótandi ehf., Ægissíðu 2, Rangárþingi ytra (185)
G. Sigvaldason ehf., Borgartúni 1, Hellu (603)
Lambhagabúið ehf., Lambhaga, Rangárþingi ytra (680)
Hallgerður ehf., Suðurlandsvegi, Hellu (859)

861 Hvolsvöllur
Eyrarbúið ehf., Þorvaldseyri, Rangarþingi eystra (468)

870 Vík:
E. Guðmundsson ehf., Sunnubraut 8, Vík (140)
Undanfari ehf., Víkurbraut 28, Vík (551)

871 Vík:
Höfðabrekka ehf., Höfðabrekku, Mýrdalshreppi (221)
Arcanum ferðaþjónusta ehf., Ytri-Sólheimum 1, Mýrdalshreppi (346)

880 Kirkjubæjarklaustur:
Bær hf., Klausturvegi 6, Kirkjubæjarklaustri (388)
Systrakaffi ehf., Klausturvegi 13, Kirkjubæjarklaustri (455)

900 Vestmannaeyjar:
Ísfélag Vestmannaeyja hf., Tangagötu 1 (23)
Vinnslustöðin hf., Hafnargötu 2 (32)
Ós ehf., Illugagötu 44 (74)
Huginn ehf., Kirkjuvegi 23 (153)
Hafnareyri ehf., Hafnargötu 2 (284)
Bergur ehf., Strandvegi 66 (287)
Frár ehf., Hásteinsvegi 49 (330)
Bylgja VE 75 ehf., Illugagötu 4 (523)
Miðstöðin Vestmannaeyjum ehf., Strandvegi 30 (525)
Faxi ehf., Hilmisgötu 4 (547)
Krissakot ehf., Foldahrauni 4 (589)
Einsi Kaldi Veisluþjónusta ehf., Bröttugötu 7 (677)
Þekkingarsetur Vestmannaeyja ses, Strandvegi 50 (719)
Fræðslu- og símenntunarmiðstöð Vestmannaeyja ses, Strandvegi 50 (750)
Skipalyftan ehf., Eiðinu (214)
Vélaverkstæðið Þór ehf., Norðursundi 9 (572)

Nýjar fréttir