6.1 C
Selfoss

Sjálfstæðismenn í Árborg ákveða að stilla upp á lista

Vinsælast

Sjálfstæðismenn í Árborg ákváðu á fundi í Tryggaskála á Selfossi í gærkvöldi að stilla upp á lista fyrir komandi sveitarstjórnakosningar. Var það samþykkt með 76% atkvæða fundarmanna. Tvo þriðju þurfti samkvæmt reglum flokksins til að samþykktin væri gild.

Fjórir af fimm bæjarfulltrúum flokksins gefa kost á sér áfram þ.e. þau Ásta Stefánsdóttir, Ari Thorarensen, Gunnar Egilsson og Kjartan Björnsson. Sandra Dís Hafþórsdóttir gefur ekki kost á sér áfram. Á fundinum var kosin uppstillingarnefnd sem mun raða frambjóðendum á lisa sem síðan verður borinn upp til samþykktar.

Sjálfstæðisflokkurinn fékk hreinan meirihluta í Árborg í síðustu sveitarstjórnarkosningum eða fimm af níu bæjarfulltrúum. Samfylkingin fékk tvo, Framsóknarflokkurinn einn og Björt framtíð einn.

Nýjar fréttir