3.4 C
Selfoss

Fréttateymi frá CBS á Suðurlandi

Vinsælast

Fréttateymi frá bandarísku sjón­varpsstöðinni CBS kom til Íslands á dögunum til að vinna frétta­innslag um eldvirkni á Íslandi. Wendy Gillette frétta­kona var í forsvari fyrir teymið, en hún er þekkt andlit í banda­rísku sjónvarpi.
Markaðsstofa Suðurlands hafði milligöngu og umsjón með heimsókn þeirra á Suðurlandið. Farið var í Lava Center og þar tekin viðtöl við Ara Trausta Guðmundsson jarðfræðing og Ásbjörn Björgvinsson markaðs­stjóra Lava Center. Einnig fór teymið í dags­ferð um Suðurland í boði Moun­tain­eers of Iceland. Mikil ánægja var með ferðina hjá frétta­teyminu og létu þau vel af landi og þjóð. Stefnt er á að innslagið fari inn á fréttaveitu CBS í febrúar og má reikna með að milli 6 og 7 milljónir manns sjá innslagið.

Nýjar fréttir