1.7 C
Selfoss

Glanni Glæpur frumsýndur hjá Leikfélagi Hveragerðis

Vinsælast

Leikfélag Hveragerðis frum­sýnir leikritið „Glanni Glæp­ur í Latabæ“, eftir Magnús Schev­ing og Sigurð Sigurjóns­son, í Leikhúsinu Austurmörk 23, laugardaginn 20. janúar nk. kl. 14. Leikstjóri er Guðmundur Lúðvík Þorvaldsson. Söngtextar eru eftir Karl Ágúst Úlfsson og tónlistina samdi Máni Svav­arsson. Önnur sýning verður sunnu­daginn 21. janúar kl. 14. Leikritið verður síðan sýnt næstu tvær helgar þar á eftir þ.e. laug­ardaga og sunnudaga og hefjast allar sýningar kl. 14.

Nýjar fréttir