12.3 C
Selfoss

Ný ferðaáætlun hjá Ferðafélagi Árnesinga

Vinsælast

Ferðafélag Árnesinga hefur birt ferðaáætlun sína fyrir árið 2018. Brottför í flestar ferðir er frá Fjölbrautarskólanum á Selfossi. Brottfarartími er auglýstur á heimasíðu/fésbók þegar nær dregur. Þátttaka er ókeypis, nema annað sé tekið fram.

 1. janúar Inghóll (2 skór). Getur verið erfitt göngufæri. Fallegt útsýni. Vegalengd 9 km, hækkun 500 m, tími 4 klst.
 2. janúar Svörtubjörg Selvogi (2 skór). Þægileg gönguleið. Vegalengd 12 km, óveruleg hækkun, tími 4 klst.
 3. febrúar Eldborg – Drottningin og Stóra Kóngsfell (2 skór). Gönguleið um mosa og hraun. Vegalengd um 6 km, tími 3 klst.
 4. febrúar Árnastígur – Eldvörp – Prestastígur á Reykjanesi (2 skór). Gengið um móa, mela og hraun. Vegalengd 12 km, engin hækkun, tími 4–5 klst.
 5. mars Hafnir – Garðsskagaviti (2 skór). Falleg strandganga. Klappir, sandur og grýtt á köflum. Vegalengd 23 km, engin hækkun, tími 7 klst.
 6. mars Reykjafell – Álútur – Tindar (2 skór). Gengið um móa og mela. Vegalengd um 13 km, hækkun 400 m, tími 4 klst.
 7. apríl Vestursúla frá Botnsdal (3 skór). Á brattann að sækja. Vegalengd 15 km, hækkun 1000 m, tími 5½ klst.
 8. apríl Síðasta vetrardag, Ingólfsfjall – óhefðbundið (3 skór). Leikið af fingrum fram. Vegalengd 8 km, hækkun 500 m, tími 3 klst.
 9. maí Kerhólakambur – Þverfellshorn (3 skór). Fallegt útsýni. Nokkuð krefjandi ganga. Vegalengd 10 km, hækkun 800 m, tími 4 klst.
 10. maí Kattatjarnarleið – (Ölfusvatn-Hveragerði) (2 skór). Þægileg ganga um mela og móa. Vegalengd 15 km, hækkun 430 m, tími 5 klst.
 11. júní Lómagnúpur frá Seldal (3 skór). Falleg gönguleið á mikið útsýnisfjall. Veglengd 11 km, hækkun 700 m.
 12. júní Sindri í Tindfjöllum (3 skór). Í góðu veðri er stórkostlegt útsýni yfir Þórsmörk, Fjallabak og Suðurland. Vegalengd 17 km, hækkun 700 m, tími 6 klst.
 13. júlí Innsta-Jarlhetta (1084 m) frá Skálpanesi (3 skór). Gengið um hraun og sanda. Vegaleng 16 km, tími 7 klst.
 14. júlí Rauðufossafjöll – Krakatindur (3 skór). Gengið mela, hraun og sanda. Vegalengd 22 km, hækkun um 1300 m, tími 8 klst.
 15. ágúst Litla-Björnsfell (3 skór). Gengið um sanda og mólendi. Vegalengd 14 km. Mesta hæð 900 m, tími 5 klst.
 16. ágúst Fjallabak, Halldórsgil – Grænihryggur – Laugar (4 skór). Krefjandi ganga um fallegt landslag, mjóir og brattir hryggir og jökulár. Vegalengd 21 km, uppsöfnuð hækkun 1300 m, tími 8 klst.
 17. september Stóra Björnsfell (3 skór). Þægilegt göngufæri, snögg hækkun. Gott útsýnisfjall. Vegalengd 13_17 km, mesta hæð 1070 m, tími um 5–7 klst.
 18. 23. september Þórsmörk (2 skór). Gengið um Þórsmörk báða dagana.
 19. október Vífilsfell frá Bláfjallavegi (2 skór). Á toppi fjallsins er útsýnisskífa F.Í. Vegalengd 7 km, mesta hæð 655 m, tími 3 klst.
 20. október Þjórsárdalur (2 skór). Leikin af fingrum fram. Nánar auglýst í viðburði.
 21. nóvember Sköflungur frá Nesjavallaleið (2 skór). Nokkuð mjór brattur hryggur og grýttur. Vegalengd 7 km, hækkun um 100 m, tími 3 klst.
 22. nóvember Grænsdalur – Dalafell (2 skór). Gengið frá Reykjadal. Vegalengd 8 km, hækkun 300 m, tími 3 klst.
 23. desember Jólagleði í Hellisskógi. Hefðbundin ganga og skemmtun

ATH. Ferðafélag Árnesinga tryggir hvorki farþega sína né farangur þeirra. Farðegar ferðasr með félaginu á eigin ábyrgð. Félagið hvetur fólk til að kaupa ferða og slysatryggingu.

Heimasíða Ferðafélags Árnesinga er: www.ffar.is. Fésbók: Ferðafélag Árnesinga. Netfang: ffarnesinga@gmail.com. Sími: 897 0769.

Nýjar fréttir