11.1 C
Selfoss

Bóndadagur á morgun og þorrinn framundan

Vinsælast

Á morgun, föstudaginn 19. janúar, er bóndadagur og þá hefst þorr­inn með öllum sínum þjóð­legu siðum og venjum. Í göml­um sögnum frá 19. öld segir að á bóndadag eigi húsmóðir að gera vel við bónda sinn í mat. Um leið og þorrinn gengur í garð hefjast líka þorrablótin.

Í Sveitarfélaginu Árborg eru fjög­ur opinber þorrablót. Um kom­andi helgi eða laug­ar­dag­inn 20. janúar verður 17. Selfoss­þorra­blótið og er enn hægt að fá miða í Galleri Ozone. Þann 27. janúar verður Eyrarbakkablótið, 10. febrúar er Stokkseyrarblótið og svo er sameiginlegt þorrablót Sandvíkurhrepps og Hraun­gerð­­ishrepps í Þingborg 3. febrúar.

Fjöldi þorrabláta fara svo fram um allt Suðurland á þorranum eins og jafnan á þessum tíma árs. Konudagurinn er síðan 18. febrúar þegar góan byrjar. Þá keppast bændur við að gera vel við konur sínar.

Nýjar fréttir