7.8 C
Selfoss

Kynningarmyndband Midgard Base Camp vekur athygli

Vinsælast

Kynningarmyndband Midgard Base Camp á Hvolsvelli hefur vakið töluverða athygli en rúmlega 2000 manns höfðu horft á myndbandið á YouTube skömmu eftir að það var birt. Kynningarmyndband Midgard Base Camp

„Við vildum leggja áherslu á fólkið sem stendur að baki Midgard Base Camp því það er kjarninn í allri okkar starfsemi. Við erum ein stór fjölskylda og það endurspeglast í öllu sem við gerum. Kúnnarnir okkar finna það líka um leið og þeir labba hér inn.” segir Sigurður Bjarni Sveinsson, stofnandi og einn eigenda Midgard.

Midgard hefur áður vakið athygli með kynningarmyndböndum sínum en árið 2017 vann myndband fyrir Midgard Adventure til tveggja alþjóðlegra verðlauna. Bæði myndböndin voru unnin af fyrirtækinu Vizualist.

Midgard Base Camp er hluti af ferðaþjónustufyrirtækinu Midgard sem er miðstöð ævintýraferðamennsku á Suðurlandi. Midgard Base Camp er í senn gistiaðstaða, veitingastaður, bar og verslun. Undir Midgard hattinum er einnig ferðaskrifstofan Midgard Adventure. Midgard hóf rekstur árið 2010 með stofnum Midgard Adventure. Árið 2017 bættist svo Midgard Base Camp við. Fyrirtækið er staðsett á Hvolsvelli og þar starfa um 20 manns.

Áhugaverðir linkar:

Heimasíða Midgard Base Camp

Midgard Base Camp á Facebook

Heimasíða Midgard Adventure

 

Nýjar fréttir