5.6 C
Selfoss
Home Fréttir Nafn mannsins sem lést í umferðarslysinu við Bitru

Nafn mannsins sem lést í umferðarslysinu við Bitru

0
Nafn mannsins sem lést í umferðarslysinu við Bitru
Oddur Þór Þórisson.

Maðurinn sem lést í umferðarslysi á Suðurlandsvegi við Bitru að morgni fimmtudagsins 11. janúar s.l. hét Oddur Þór Þórisson. Hann var fæddur 28. maí 1996 og búsettur að Hrafntóftum. Flugbjörgunarsveitin á Hellu stóð fyrir fjölmennu minningarkvöldi að kvöldi sama dags, í húsnæði félagsins, þar sem saman komu félagsmenn og ungmenni úr Árnes- og Rangárvallasýslum undir handleiðslu sr. Elínu Kristjánsdóttur prests í Odda. Þetta kemur fram á facebook-síðu lögreglunnar á Suðurlandi.