11.7 C
Selfoss

Samningur undirritaður við Hestamannafélagið Geysi

Vinsælast

Í gær, miðvikudaginn 27. desember, voru undirritaðir samstarfssamningar milli Hestamannafélagsins Geysis og allra sveitarfélaga í Rangárvallasýslu. Rangárþing ytra, Rangárþing eystra og Ásahrepp. Samningarnir eru til eflingar hestamennsku í íþrótta- og æskulýðsstarfi barna og unglinga í Rangárvallasýslu. Óhætt er að segja að samningarnir marki tímamót fyrir íþrótta- og æskulýðsstarf Hestamannafélagsins Geysis. Þar sem sveitarfélögin þrjú sjá ekki um rekstur neinna mannvirkja til ástundunnar hestamennsku ert gert ráð fyrir að hluti styrksins fari í að greiða fyrir það. Styrkurinn í heild hljóðar uppá 6.000.000 kr á ári til þriggja ára og tekur hann gildi 1.1.2018.

Frétt af vef Rangárþing ytra.

Nýjar fréttir