8.9 C
Selfoss

Írsk, keltnesk, íslensk jól á aðventutónleikum Söngfjelagsins

Vinsælast

Aðventutónleikar Söngfjelagsins undir stjórn Hilmars Arnar Agnarssonar verða haldnir í sjöunda sinn í kvöld, sunnudaginn 10. desember í Langholtskirkju. Þema tónleikanna í ár, líkt og sl. tvö ár, er írsk og keltnesk jólatónlist í bland við íslenska jólatónlist, sem sérstaklega hefur verið samin fyrir Söngfjelagið. Frumflutt verður Jólalag Söngfjelagsins 2017, Himinn yfir, eftir Daníel Þorsteinsson við ljóð Stefáns frá Hvítadal.

Allt frá stofnun kórsins hefur það verið fastur liður á aðventutónleikum að frumflytja nýtt jólalag sem er samið sérstaklega fyrir Söngfjelagið. Þess má geta að Söngfjelagið flutti Fuglakabarett Daníels við ljóð Hjörleifs Hjartarsonar tvívegis á árinu við góðar undirtektir.

Tónleikarnir eru tvennir; hinir fyrri eru kl. 16 og þeir seinni kl. 20.

Aðventutónleikar Söngfjelagsins hafa notið mikilla vinsælda og eru löngu orðnir fastur liður í tónlistarlífinu á aðventu. Gestir upplifa gleði- og helgistund í Langholtskirkju með írskum danslögum og keltneskri stemmningu við kerti og kærleik að hætti Söngfjelagsins. Áhersla er lögð á einstakan hátíðarblæ, frumlegt efnisval, lög sem næra hug og hjarta og fylgja tónleikagestum áfram inn í aðventuna.

Sérstakir gestir Söngfjelagsins í ár eru Gerry Diver, konsertmeistari, fiðluleikari og sérfræðingur í írskri og keltneskri tónlist, Lisa Knapp, syngur einsöng og leikur á keltneska fiðlu, Bláth Conroy Murphy, syngur einsöng og leikur á keltneska trommu, Gwenan Gibbard, syngur einsöng og leikur á keltneska hörpu og Colman Connolly sem er einn fremsti keltneski sekkjapípuleikari Bretlands.

Hljómsveitina skipa: Gerry Diver, keltnesk fiðla og ásláttarhljóðfæri, Iveta Licha, orgel og írskar flautur, Gwenan Gibbard, keltnesk harpa, Colman Connolly, keltnesk sekkjapípa, Matti Kallio, harmonikka og flautur, Ásgeir Ásgeirsson, gítar og strengjahljóðfæri, og Katrín Arndísardóttir, víóla. Stjórnandi er Hilmar Örn Agnarson. Miðasala er á tix.is.

Nýjar fréttir