0 C
Selfoss

Vinnustofur opnar í desember

Vinsælast

Félagar úr Myndlistarfélagi Árnessýslu eru með vinnuaðstöðu að Bankavegi 3 á Selfossi í sama húsi og Fræðslunetið er. Þar er einnig gallerý með myndum í öllum stærðum til sýnis og sölu, málaðar með olíu- eða vatnslitum.

Vinnustofurnar verða opnar laugardaginn 9. desember kl. 13–18 og fimmtudaginn 14. desember kl. 19–22. Þar verða listamenn að störfum og boðið upp á kaffi og jólastemningu. Klukkan 21 verður húslestur. Annars eru vinnustofurnar að jafnaði opnar á þriðjudögum kl. 13–15 allt árið.

Nú er kjörið að nýta tækifærið og líta inn og kynnast starfi Myndlistarfélagsins. Allir eru velkomnir.

Nýjar fréttir