1.7 C
Selfoss

Aðventutónleikar Söngsveitar Hveragerðis

Vinsælast

Aðventutónleikar Söngsveitar Hveragerðis verða haldnir í Hveragerðiskirkju á morgun sunnudaginn 10. desember kl. 20:00. Að venju verður vandað til tónleikanna með völdum jólalögum. Í ár fær Söngsveitin til liðs við sig eldri strengjasveit Tónlistarskóla Árnesinga, stjórnandi Guðmundur Kristmundsson. Berglind María Ólafsdóttir syngur einsöng, Jóhann Ingvi Stefánsson leikur á trompet og Sædís Lind Másdóttir syngur einsöng jólasálminn Betlehemstjarnan, eftir langaafa sinn, Áskel Jónsson í útsetningu afa hennar Jóns Hlöðvers Áskelssonar. Einnig mun félagi úr Söngsveitinni, Arnar Gísli Sæmundsson, syngja einsöng. Ian Wilkinson leikur á básúnu og stjórnandinn, Margrét S. Stefánsdóttir, syngur einsöng. Undirleikari á píanó er Ester Ólafsdóttir. Að venju er tónleikagestum boðið upp á súkkulaði og piparkökur að loknum tónleikum. Söngsveitin vonast eftir að sjá sem flesta og eiga ánægjulega aðventukvöldstund með ykkur á tónleikunum. Miðaverð er 2.500 kr. Engin posaviðskipti.

Nýjar fréttir