3.4 C
Selfoss

Ærslabelgur verður settur upp í Hveragerði

Vinsælast

Bæjarstjórn Hveragerðis samþykkti fyrir nokkru að festa kaup á 100 fermetra „ærslabelg“ og verður hann staðsettur verður á útivistarsvæðinu undir Hamrinum og settur upp á vormánuðum 2018. Jafnframt var samþykkt að landslagsarkitekt verði fenginn til að hanna gróflega svæðið með tilliti til fjölbreyttrar útivistar og afþreyingar fyrir alla fjölskylduna. Ærslabelgur er skemmtilegt leiktæki sem ungir jafnt sem aldnir geta skemmt sér á.

Kostnaður fellur undir þegar samþykkta fjárveitingu til annarra leikvalla á árinu 2017 en til fróðleiks má geta þess að ærslabelgurinn hefur þegar verið keyptur og bíður hann nú uppsetningar með vorinu.

Nýjar fréttir