8.9 C
Selfoss

Karl Ágúst og Iván áfram með FSu-liðið

Vinsælast

Ákveðið hefur verið að þeir Karl Ágúst Hannibalsson og Iván Guerrero muni stýra körfuknattleiksliði FSu áfram og til loka leiktímabils. Á heimasíðu fsukarfa.is segir að samvinna þeirra og nálgun að verkefninu hafi verið til mikillar fyrirmyndar þessa rúmu viku sem liðin er frá því þeir tóku við og að stjórn hafi mikla trú á því að þeim takist að koma liðinu á sporið. Leikmannahópurinn hefur einnig styrkst á síðustu dögum með tveimur reynsluboltum sem kunna að láta finna fyrir sér og vita um hvað málið snýst ef ná á árangri.

FSU mætir ÍA í kvöld, föstudaginn 17. nóvember, á Akranesi og í næstu viku hefst svo 2. umferð deildarkeppninnar með útileik gegn Skallagrími frá Borgarnesi.

Nýjar fréttir