11.7 C
Selfoss

Karlakór Hveragerðis heldur skemmtikvöld

Vinsælast

Karlakór Hveragerðis mun sletta úr klaufunum og halda hið árlega skemmtikvöld sitt „Þeir sletta skyrinu sem eiga það“ í Skyrgerðinni Hveragerði í kvöld laugardaginn 18. nóvember kl. 18:00. Aðgangur er ókeypis og barinn aldeilis galopinn.

Frábærir gestir munu taka lagið með þeim karlakórsfélögum. Að þessu sinni er það Karlakórinn Svanir frá Akranesi. Nú er lag til að lyfta sér upp í skammdeginu og skella sér á söngskemmtun og hlusta á glaðlega karla syngja hressileg lög og jafnvel taka lagið.

Nýjar fréttir