-0.6 C
Selfoss

Leikfélag Selfoss frumsýnir Vertu svona kona

Vinsælast

Leikfélag Selfoss frumsýnir í kvöld, föstudaginn 3. nóvember, nýtt leikverk úr hugsmiðju Margaret Atwood, Guðfinnu Gunnars og leikhópsins. Sýningin er sameiginleg sköpun leikstjórans, leikhópsins og hins skapandi teymis. Öll tónlist og hljóðmynd er í höndum Kristjönu Stefánsdóttur, leikmyndahönnuður er María Marko og um ljósahönnun sér Benedikt Axelsson.

Viðfangsefni verksins er konan í sögunni og sagan í konunni. Hvað þýðir það að vera kona? Verkið snertir á hinum ýmsu hliðum konunnar; stelpunni, ástinni, vináttunni, kröfunum, þörfunum, ævintýrunum, ellinni og dauðanum. Það fléttar saman sögur úr bókinni „Góð bein” eftir Margaret Atwood en í þeirri bók er að finna stutta texta sem eru hugvekjur um minni kvenna í sögum. Einnig veltir hún fyrir sér hinum ýmsu hlutum varðandi konur og karla.Í verkinu eru líka textar eftir Guðfinnu leikstjóra og sögur frá leikhópnum, sem samanstendur af tólf leikurum á öllum aldri. Með einlægni og húmor að leiðarljósi segja þau sögu konunnar í allri sinni fegurð og ljótleika.

Sýningin er skemmtileg, ljót, fyndin, sorgleg og falleg. Því eiga áhorfendur von á að flakka allan tilfinningaskalan og vonandi hafa gaman að, segir í tilkynningu.

Sýningar eru eftirfarandi:
3. nóv – föstud. – frumsýning
5. nóv – sunnud.
7. nóv – þriðjud.
9. nóv. – fimmtud.
10. nóv. – föstud.
12. nóv. – sunnud.
16. nóv. – fimmtud,
17. nóv. föstud. – lokasýning
Sýningar hefjast kl. 20:00. Miðapantanir eru í síma 482 2787 og á leikfelagselfoss@gmail.com. Miðaverð er 2.500 kr. Hópafsláttur 10 eða fleiri 2.000 kr. Sýningin er ekki ætluð börnum. Sýnt er í Litla leikhúsinu við Sigtún.

Random Image

Nýjar fréttir